Sigri fagnað Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fagna fyrstu kosningatölum.
Sigri fagnað Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fagna fyrstu kosningatölum. — AFP

Ágúst Ásgeirsson

agas@mbl.is

Grænlenski vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit (IA) fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á Grænlandi, hlaut 36,6% atkvæða, en kosið var í fyrradag, þriðjudag. Umhverfismál voru helstu kosningamál hans, þar á meðal var IA andvígur umdeildri og umfangsmikilli námavinnslu syðst í landinu þar sem verðmæt sjaldgæf jarðefni er að finna. Var IA vel á undan Sioumut í talningunni, krataflokki sem verið hefur ráðandi og ríkjandi í grænlenskum stjórnmálum allar götur frá því Grænlendingar fengu heimastjórn frá Dönum árið 1979.

Kosningarnar voru í raun þjóðaratkvæði um námavinnsluverkefnið í Kuannersuit-jarðlögunum sem sagt var að myndi leiða til fjölbreyttara athafnalífs í landinu og dreifðari tekjustofna. Talsmenn vinnslunnar báru fyrir sig nauðsyn verkefnisins er landsmenn byggju sig undir breytta tíma samfara hlýnun andrúmsloftsins. Skipti sköpum að treysta undirstöður...