Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er alls óvíst hve mörg skemmtiferðaskip koma til Íslands í sumar. Mikið er bókað en væntanlega munu margar afbókanir berast áður en sumarið er á enda.

Núna í byrjun apríl komu hins vegar góðar fréttir frá tveimur skipafélögum, Viking Ocean Cruises og Crystal Cruises, segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Báðar þessar útgerðir hafa hug á að bjóða upp á hringferðir kringum Ísland með farþegaskipum hér á landi. Heimahöfn verður í Reykjavík.

Farþegar fara í sýnatöku

„Þetta þýðir að farþegar koma með flugi í gegnum Leifsstöð og fara í sýnatöku. Sýnataka verður síðan einnig gerð um borð í skipinu. Um er að ræða hringsiglingu í kringum Ísland, engir aðrir viðkomustaðir verða,“ segir Erna.

Skipafélögin Viking og Crystal Cruises hafa...