Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Mælingar á loftgæðum á Hvaleyrarholti í fyrra í tengslum við umhverfisvöktun á vegum Rio Tinto á Íslandi sýndu lægri styrk á nokkrum mæliþáttum en verið hefur. Þetta kemur fram í skýrslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnin var fyrir Rio Tinto sem hluti af umhverfisrannsóknum sem kveðið er á um í starfsleyfi álversins í Straumsvík. Skýrslan var lögð fram á fundi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fyrir páska.

„Helstu niðurstöður voru að styrkur svifryks, brennisteinsvetnis og nituroxíða lækkaði frá fyrra ári en styrkur flúors og brennisteinstvíoxíðs var áþekkur. Mælingar sýndu að styrkur ofangreindra efna fór aldrei yfir umhverfismörk og var allvel undir slíkum mörkum í mörgum tilvikum.

Ástæður lækkunar eru að mestu raktar til minni umferðar á árinu 2020 og til veðurfars en árið 2020 var frekar illviðrasamt og...