Á slysstað Bandaríska sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ fórst 3. maí 1943 á Kasti við Fagradalsfjalli. 14 menn fórust, en stélskytta vélarinnar komst ein lífs af. Meðal þeirra sem týndu lífi var hershöfðinginn Frank M. Andrews, sem á þeim tíma var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu.
Á slysstað Bandaríska sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ fórst 3. maí 1943 á Kasti við Fagradalsfjalli. 14 menn fórust, en stélskytta vélarinnar komst ein lífs af. Meðal þeirra sem týndu lífi var hershöfðinginn Frank M. Andrews, sem á þeim tíma var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu. — Ljósmynd/Svavar Hjaltested

Ágúst Ingi Jónsson

Sigurður Bogi Sævarsson

Eldgosið í grennd við Fagradalsfjall er í landi Hrauns við Grindavík, en mikla sögu er að finna á þessum slóðum. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar fórust nokkrar flugvélar bandamanna í fjöllum Reykjanesskagans, ekki langt frá þar sem nú gýs. Við ströndina hafa orðið mörg sorgleg sjóslys, en mikil björgunarafrek líka verið unnin. Þá má nefna að Magnús Hafliðason, útvegsbóndi á Hrauni, fann þar bjarghring úr danska Grænlandsfarinu Hans Hedtoft í október 1959, rúmum átta mánuðum eftir að skipið fórst með allri áhöfn undan Hvarfi, suðurodda Grænlands.

Varð frægur á einum degi

Mynd Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara af Magnúsi bónda með bjarghringinn var á forsíðu Morgunblaðsins 9. október 1959 og önnur mynd á baksíðunni ásamt frétt Elínar Pálmadóttur blaðamanns um fundinn. Hringurinn er...