Eastwood 120 grömm af hágæðaungnautakjöti með stökkum jarðskokkum, lambhagasalati, vorlauk, trufflumajónesi, lauksultu, pikkluðum lauk og oriental dressingu.
Eastwood 120 grömm af hágæðaungnautakjöti með stökkum jarðskokkum, lambhagasalati, vorlauk, trufflumajónesi, lauksultu, pikkluðum lauk og oriental dressingu.

Þau stórtíðindi berast að kominn sé á matseðil American Style glænýr hamborgari sem ber hið magnþrungna nafn Eastwood. Hamborgarinn er sagður ögra bragðlaukunum en það voru þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson sem settu hamborgarann saman en undanfarið hafa þeir félagar leitt gæða- og vöruþróunarvinnu á American Style og Saffran.

„Það er gríðarlega gaman að vinna í matseðlinum á Stælnum. Eftir að við fórum yfir öll gæðamál, stækkuðum borgarann, mýktum kjötið og breyttum framsetningunni, þá fengum við svolítið að leika okkur. Hamborgari eins og Eastwood verður til þegar að kokkar fá að leika sér, segir Hinrik Lárusson brosandi. Og Eastwood er svo sannarlega spennandi. 120 grömm af hágæðaungnautakjöti með stökkum jarðskokkum, lambhagasalati, vorlauk, trufflumajónesi, lauksultu, pikkluðum lauk og oriental-dressingu.

Gamli Stælborgarinn – bara betri

...