Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: „Við stöndum andspænis nýjum áskorunum til þess að tryggja íslenskum fyrirtækjum sömu stöðu og keppinautarnir njóta.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra brást við tveimur tillögum okkar í Viðreisn um nýja nálgun Evrópumálanna með grein í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fyrirsögnina um „snemmbúið aprílgabb“ tekur hann úr leiðara Morgunblaðsins, sem skrifaður var af sama tilefni 1. apríl.

Leiðaraopna Morgunblaðsins þennan dag, sem grein ráðherrans birtist, er lýsandi fyrir það hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum, sem áður var kjölfestan í utanríkismálum landsins. Nú birtist flokkurinn í þessu gamalgróna blaði þverklofinn á einu helsta málasviði stjórnmálanna.

Með og móti EES

Utanríkisráðherrann er í frjálslyndari armi flokksins. Í greininni ver hann EES-samninginn og aðildina að innri markaði Evrópusambandsins með skynsamlegum rökum. Við erum sammála honum um þau.

En ritstjórar Morgunblaðsins, sem eru í hugmyndafræðilegri forystu fyrir íhaldsarmi

...