Þrátt fyrir heimsfaraldurinn, efnahagsþrengingar og fjöldatakmarkanir, gætir nýbreytni í ýmsum greinum, sem eru ónæmari en aðrar fyrir slíkum aðferðum. Þannig má lesa um það á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, að Jóhannes Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hafi stofnað félagasamtökin Félag uppljóstrara.

Jóhannes ljóstraði, sem kunnugt er, upp um starfshætti sína í Namibíu við Helga Seljan og félaga í sjónvarpsþættinum Kveik, sem hefur haft nokkur eftirmál, bæði innanhúss í Efstaleiti og víðar í samfélaginu. Meðal annars þau að Jóhannes segir að eitrað hafi verið fyrir sér og hefur gengist fyrir fjársöfnun af þeim sökum.

Það er því vafalaust um nóg að ræða á fundum Félags uppljóstrara og gæti örugglega orðið glatt á hjalla hjá Jóhannesi, litla Landsímamanninum og Sigga hakkara við að samræma hagsmunagæslu sína.

Þetta er athyglisverð frétt, en þó bregst Viðskiptablaðinu bogalistin að þessu sinni

...