Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: „Ég hef ákveðið að gerð verði úttekt á þróunarsamvinnuútgjöldum vegna þjónustu innanlands við umsækjendur um alþjóðlega vernd og kvótaflóttafólk.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Undanfarið ár hafa þjóðir heims staðið frammi fyrir einstökum áskorunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fátækari ríki heims glíma við ný vandamál sem hafa bæst við þau sem fyrir voru – og voru þau þó ærin. Ísland heldur áfram að leggja sitt af mörkum til að styðja við þessi ríki með margvíslegum hætti. Samkvæmt nýjum tölum frá þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD DAC) vörðu Íslendingar á síðasta ári sem nemur 0,29 prósentum af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Með framlagi okkar sýnum við enda ábyrgð í samfélagi þjóðanna og leggjum okkar af mörkum við að uppræta fátækt og bæta lífskjör.

Um leið berum við einnig ábyrgð gagnvart íslenskum skattgreiðendum um ráðdeild og skynsemi í nýtingu opinbers fjár. Gagnsæi og ábyrgð er lögð til grundvallar meðferð slíkra fjármuna og stendur Ísland skil á öllum tengdum útgjöldum gagnvart OECD DAC. Sífellt er unnið að umbótum í starfi en ég vil þó nefna sérstaklega tvö viðfangsefni

...