Eftir Gunnar Baldvinsson: „Verði frumvarpið að lögum munu þau hafa áhrif á persónuleg fjármál allra landsmanna og auka flækjustig í lífeyriskerfinu til muna“
Gunnar Baldvinsson
Gunnar Baldvinsson

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Með því eru lagðar til mestu breytingar á lögum um lífeyrissjóði frá því að núverandi lög voru samþykkt árið 1997. Þau voru á sínum tíma innleidd í víðtækri sátt hagsmunaaðila og er það mat flestra að lögin hafi í meginatriðum reynst vel. Núverandi frumvarp byggist að mestu á tillögum og samráði við aðila vinnumarkaðarins sem tengjast nokkrum lífeyrissjóðum landsins, sem samtals vega minna en helming af heildareignum lífeyrissjóða. Verði frumvarpið að lögum munu þau hafa áhrif á persónuleg fjármál allra landsmanna og auka flækjustig í lífeyriskerfinu til muna.

Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að hækka lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð um 29% eða úr 12% í 15,5%. Ekkert hefur komið fram um þörfina fyrir einstaklinga á að lögfesta þessa hækkun. Með útreikningum má sýna fram á að í mörgum tilvikum getur þessi hækkun lágmarksiðgjalds leitt til þess að eftirlaun í framtíðinni

...