Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku því fáir eftir þessum aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru jóladagur og annar í jólum einnig um helgi sem þýðir að þrír frídagar eru ekki á virkum degi í ár. Hins vegar er 17. júní á fimmtudegi og veitir því kærkomið frí undir lok vinnuviku.

Á Íslandi eru 14 frídagar ásamt tveimur hálfum dögum, sem eru aðfangadagur og gamlársdagur. Tveir af þessum frídögum lenda alltaf á sunnudegi og eru með meðfylgjandi frí á mánudegi til þess að laga það. Raunverulegur fjöldi frídaga er því 12 og tveir hálfir dagar. Í ár eru hins vegar níu frídagar og tveir hálfir dagar vegna þess að þrír frídagar lenda á helgi.

Ýmsir frídagar á kristna dagatalinu eru bundnir við ákveðna vikudaga og fyrir vikið valda þeir minna róti í vinnuvikunni. Má þar nefna páska, en þar er annar í páskum alltaf frídagur á mánudegi. Sömu sögu er að segja af öðrum í hvítasunnu. Annar...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson