Framkvæmdir Frá vinstri talið Freyr Ólafsson, Bjarni Rúnarsson, Bjarni Már, Andri og Örvar Ólafssynir. Væntingar standa til þess að golfstöðin í verslunarmiðstöðinni við Álfheima verði opnuð eftir mánuð héðan í frá.
Framkvæmdir Frá vinstri talið Freyr Ólafsson, Bjarni Rúnarsson, Bjarni Már, Andri og Örvar Ólafssynir. Væntingar standa til þess að golfstöðin í verslunarmiðstöðinni við Álfheima verði opnuð eftir mánuð héðan í frá. — Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Ný æfingastöð fyrir golfara verður opnuð í Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík á næstu vikum. Það eru bræðurnir Freyr og Bjarni Már Ólafssynir, vel studdir af fjölskyldu og vinum, sem standa að þessu fyrirtæki og eru nú að breyta húsnæðinu og undirbúa. „Bjarni Már bróðir minn kom til mín sannfærður um að það væri góð hugmynd að geta æft golf við bestu aðstæður í miðri borginni, ég gat ekki neitað,“ segir Freyr í samtali við Morgunblaðið.

Fjórir og fósturbróðir

Sjálfur kveðst Freyr lítið þekkja til golfíþróttarinnar þótt hann sé aðeins kominn á bragðið. Hins vegar er Bjarni Már heillaður af sportinu og hans er frumkvæðið í þessu verkefni. Bjarni er einka- og sjúkraþjálfari hjá Hreyfingu í Glæsibæ og mun starfa þar áfram samhliða þjálfun í Golfstöðinni.

Freyr Ólafsson, sem er stjórnendaráðgjafi, og Bjarni...