Fyrsti túrinn Pétur Kristjánsson og Aðalsteinn Ingi Ragnarsson við Snæfellsnes á fyrsta degi strandveiðanna.
Fyrsti túrinn Pétur Kristjánsson og Aðalsteinn Ingi Ragnarsson við Snæfellsnes á fyrsta degi strandveiðanna. — Morgunblaðið/Alfons Finnsson

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Strandveiðar fóru af stað af krafti í fyrrinótt, einstakt veður og góður afli fyrir vestan, en eitthvað breytilegt eftir landshlutum. Sigurður Hjartarson í Bolungarvík fór út um klukkan þrjú í fyrrinótt á bát sínum Hirti Stapa ÍS-124 og var kominn að landi um klukkan 10 í gærmorgun með dagsskammtinn.

„Það er bara dásamlegt að geta farið á sjó þegar sjólagið breytist ekkert hvort sem þú ert við bryggju inni í höfn eða úti á miðunum. Þetta var himnaríkisblíða og ég held að það hafi verið nýheflað og rennislétt alla leið til Grænlands,“ segir Sigurður.

Hoppað á milli hóla

Hann áætlar að 15 strandveiðibátar hafi róið frá Bolungarvík í gær, en þeim eigi sjálfsagt eftir að fjölga eitthvað. Bátur hans er tæplega níu metra langur, Sómi 870, og gengur um 20 mílur í góðu veðri eins og í gær. Fyrsti krókur var...