Pólland Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands.
Pólland Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands. — Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirstrikaði að smitskömmun í garð Pólverja á Íslandi væri ólíðandi á fundi sínum með sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszyñski, á föstudaginn.

Í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins í gær segir að samskipti ríkjanna tveggja hafi verið aðalumræðuefnið á fundinum, sem fram fór á föstudaginn. Lét sendiherrann þar í ljós áhyggjur sínar af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðherra áréttaði þá mikilvægi þess að íbúum Íslands væri ekki mismunað í tengslum við Covid-19, hvorki pólskum né öðrum af erlendum uppruna.

„Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningunni og bætir við að einn hinna slæmu sé smitskömmun, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Segir ráðherra að ekki sé hægt...