Bólusetning Áætlað er að 25 þúsund manns fái bóluefni í þessari viku.
Bólusetning Áætlað er að 25 þúsund manns fái bóluefni í þessari viku. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Gert er ráð fyrir að 40 þúsund einstaklingar verði bólusettir hér á landi í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fá samtals 14 þúsund Pfizer-bóluefnið, bæði fyrri og seinni bólusetningu og um 15.000 manns fá bóluefni AstraZeneca. Einnig fara samtals 6.500 skammtar af Janssen-bóluefninu í dreifingu og á höfuðborgarsvæðinu verða 4.000 einstaklingar bólusettir með Moderna-bóluefninu.

Nú hafa elstu aldurshóparnir sem voru í forgangi í bólusetningu gegn Covid-19 fengið slíka og gengur vel að bólusetja aðra forgangshópa.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði við mbl.is í gær sennilegt, að þegar bólusetningu forgangshópa lýkur verði ekki bólusett eftir aldurshópum heldur verði fólk boðað tilviljanakennt í bólusetningu.

Aðspurður segist Þórólfur vona, að bólusetningu forgangshópa ljúki á næstu vikum. „En þetta stendur allt og fellur með því hversu mikið bóluefni við fáum. Við...