Málar Allt kemur með góðri þjálfun og Sigurður er leikinn með pensilinn sem fylgir litum og trönunum. „Listmálunin heillaði mig og hefur veitt mér mikla gleði,“ segir listamaðurinn sem mætir breyttum aðstæðum með gleði.
Málar Allt kemur með góðri þjálfun og Sigurður er leikinn með pensilinn sem fylgir litum og trönunum. „Listmálunin heillaði mig og hefur veitt mér mikla gleði,“ segir listamaðurinn sem mætir breyttum aðstæðum með gleði.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Landslag, fólk, fuglar og aðrar fígúrur eru viðfangsefnin í myndum á málverkasýningu sem Sigurður Jónsson á Selfossi opnaði um helgina. Verkin eru unnin með akríllítum og litirnir eru fjölbreyttir, rétt eins og verkin. „Mér finnst skemmtilegt að mála, sem er líka stór hluti af endurhæfingu minni og því að taka þátt í lífinu þótt með öðrum hætti sé en áður var,“ segir Sigurður. Hann er 73 ára, var lengi kennari en þó sennilega best þekktur sem fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi í áratugi.

Áfall leiddi til lömunar

Haustið 2007 fékk Sigurður blóðtappa í höfði, áfall sem leiddi til málstols og lömunar hægra megin í líkamanum. Þurfti svo í framhaldinu ekki löngu síðar í stóra aðgerð vegna meðfædds hjartagalla, sem þarna kom fyrst í ljós hjá manni sem var að verða sextugur.

Eftir sjúkrahúsvist byrjaði...