Útfararbrenna Um 3.400 manns hafa dáið á Indlandi af völdum Covid-19 að meðaltali á dag síðustu 7 daga.
Útfararbrenna Um 3.400 manns hafa dáið á Indlandi af völdum Covid-19 að meðaltali á dag síðustu 7 daga. — AFP

Ágúst Ásgeirsson

Stefán Gunnar Sveinsson

Tíunda daginn í röð greindust yfir 300.000 nýsmit á einum degi á Indlandi, en tilkynnt var um 368.060 tilfelli í gær. Dauðsföllum fjölgar dag frá degi, og hafa um 3.400 manns dáið að meðaltali síðustu sjö daga.

Sjúkrahús hafa kallað eftir meiru súrefni til að bjarga sjúkum frá bráðum bana, og er svo komið að heilbrigðisyfirvöld hafa kallað á hjálp hersins til að greiða úr þeirri ringulreið sem myndast hefur við spítala í höfuðborginni Nýju-Delí. Þá hafa indverskir fréttamiðlar greint frá því að sjúkir hafi látist í biðröðum við sjúkrahús áður en þeir gátu fengið aðhlynningu.

Arvind Kejriwal, ráðherra fyrir málefni höfuðborgarinnar, hefur kvartað undan því að ríkisstjórn landsins hafi ekki sent nægar birgðir af súrefni til borgarinnar, en embættismenn segja vandamálið ekki liggja í skorti á birgðum, heldur séu erfiðleikar...