Iðunn Vigfúsdóttir fæddist á Gimli á Hellissandi 29. maí 1927. Hún lést 19. apríl 2021 á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Iðunn ólst upp á Hellissandi og bjó þar til ársins 1945, Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jensdóttir húsfreyja, f. 5.11. 1889, d. 4.9. 1953, og Vigfús Jónsson húsasmíðameistari, f. 27.6. 1883, d. 11.3. 1972, frá Gimli á Hellissandi. Iðunn var níunda í röð þrettán systkina. Jóhanna, Jens, Haukur, Guðný, Svava, Guðbjörg, Auður, Gyða, Erlingur og Jón eru látin en eftirlifandi systkini eru Vigfús og Ragna. Fósturdóttir Kristínar og Vigfúsar var Helga Níelsdóttir, sem er látin.

Árið 1947 giftist Iðunn Einari Bergmanni Arasyni kaupmanni, f. 28.2. 1922, d. 3.8. 2002. Hann var sonur Friðdóru Friðriksdóttur, f. 7.12. 1892, d. 27.10. 1975, og Ara Bergmanns Einarssonar, f. 4.2. 1891, d. 9.9. 1978. Þau bjuggu í Sæmundarhlíð í Ólafsvík. Iðunn og Einar hófu búskap í Ólafsvík en fluttust til Reykjavíkur 1956. Þau...