Útgerð Jökull ÞH er nú að veiðum í Breiðafirði, en landar á Húsavík í vikunni. Heimahöfn verður á Raufarhöfn.
Útgerð Jökull ÞH er nú að veiðum í Breiðafirði, en landar á Húsavík í vikunni. Heimahöfn verður á Raufarhöfn. — Morgunblaðið/sisi

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Jökull ÞH 299 er væntanlegur til löndunar hjá GPG-Seafood á Húsavík í vikunni, en ný heimahöfn skipsins verður á Raufarhöfn. Skipið var smíðað í Noregi 1996, en hefur verið endurnýjað mikið á síðustu árum. Í byrjun júní fær GPG síðan nýjan og öflugan línubát. Gunnlaugur Karl Hreinsson, stjórnarformaður GPG, segir að það sé óneitanlega spennandi að fá tvö öflug skip í flotann, ekki bara fyrir útgerðina heldur einnig fyrir byggðarlögin.

Skipt um vélar

Jökull bar síðast nafnið Nanoq og var gert út af Arctic Prime Fisheries til veiða við Grænland. Að sögn Gunnlaugs hefur á síðastliðnu ári verið skipt um aðalvél og ljósavélar í skipinu og ýmislegt annað sem vélaskiptunum fylgir. Þá var skipt um kælimiðil, farið úr freon yfir í glycol, og fyrir um tveimur árum var stál í skipinu endurnýjað. Síðustu mánuði hefur verið unnið...