Sumarið 2020 Það skiptast á skin og skúrir hjá nemendum Vinnuskólans.
Sumarið 2020 Það skiptast á skin og skúrir hjá nemendum Vinnuskólans. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um verulega hækkun launa nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2021, allt að 40%.

Skólinn hefst 11. júní.

Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 560 krónum í 664 krónur, tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 630 kr. í 886 kr. og tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 838 kr. í 1.107 kr. Möguleg heildarlaun nemenda í 10. bekk voru rúmar 117 þúsund krónur í fyrra en verða nú 155 þúsund.

Öllum nemendum úr 8.-10. bekk grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf í sumar. Starfstímabilin eru þrjú hjá 8. og 9. bekk, þrjár vikur hvert, en hjá 10. bekk eru þau tvö í fjórar vikur hvort. Hver nemandi fær úthlutað starf á einu starfstímabili og bent er á að skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil. Nemendur í 8. bekk starfa í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í sjö...