Eftir Davíð Stefánsson: „Með varnarsamningnum við Bandaríkin höfum við varðveitt frið og öryggi í 70 ár.“
Í aðdraganda varnarsamningsins: Fyrsti yfirmaður varnarliðsins, Edward J. McGaw, hershöfðingi í Bandaríkjaher, ávarpar liðsmenn sína við komuna til Íslands 7. maí 1951.
Í aðdraganda varnarsamningsins: Fyrsti yfirmaður varnarliðsins, Edward J. McGaw, hershöfðingi í Bandaríkjaher, ávarpar liðsmenn sína við komuna til Íslands 7. maí 1951. — Varnarliðið

Hinn 5. maí árið 1951 – fyrir sjötíu árum – undirrituðu Ísland og Bandaríkin varnarsamning sem kvað á um skyldu Bandaríkjamanna um hervernd Íslands.

Bretar höfðu hernumið Ísland í seinni heimsstyrjöldinni árið 1940, um líkt leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörku, en Danir höfðu farið með utanríkis- og varnarmál Íslands. Ári síðar ákvað Franklin Roosevelt forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin tækju við hervörslu Íslands þótt enn væru þau hlutlaus í stríðinu. Það var staðfest með herverndarsamningi 1. júlí 1941, þegar íslensk stjórnvöld undirrituðu fyrsta alþjóðasamning um varnarmál og sömdu um að Bandaríkjamenn tækju við vörnum landsins af Bretum.

Ári eftir uppgjöf Þjóðverja og stríðslok í Evrópu gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld Keflavíkursamninginn. Í samræmi við hann yfirgáfu bandarískir hermenn Ísland árið 1947, en Bandaríkjamenn höfðu áfram umráð yfir Keflavíkurflugvelli.

Hinn 4. apríl 1949...