Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Páll Vilhjálmsson gerir að umtalsefni tilþrif nýs valdamanns í félagi blaðamanna, eftir að opinberir starfsmenn komust þar í forystu. Yfirskrift hans er sláandi: „RÚV-tilræði gegn Morgunblaðinu.“

Fréttamaður RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, beið ekki boðanna þegar hún hlaut kjör sem formaður Blaðamannafélags Íslands.

Fyrsta verk nýkjörins formanns var að vega að lífsafkomu blaðamanna Morgunblaðsins vegna þess að blaðið birti auglýsingu frá Samherja.

RÚV, vitanlega, slær málinu upp.

Krafa Sigríðar Daggar, og þar með Blaðamannafélagsins, er að fjölmiðlar birti ekki auglýsingar sem eru í andstöðu við hagsmunahópinn í Efstaleiti.

RÚV er ríkisrekinn fjölmiðill og vill enga samkeppni, hvorki í ritstjórnarefni né á auglýsingamarkaði.

Einn fjölmiðill, einn auglýsingamarkaður – og enginn má gagnrýna Helgan Seljan Sannleika.“

Þann 1. maí, af

...