Lokun Hannesarholts stendur enn til og verður menningarsetrinu lokað 20. júní. Margir hafa kallað eftir því að setrinu verði áfram haldið opnu og hafa birst greinar þar sem er biðlað til stjórnvalda að bjarga rekstrinum. Málið er nú komið á borð stjórnvalda og segist Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, forstöðumaður Hannesarholts, vera bjartsýn á framtíð stofnunarinnar þrátt fyrir allt.

„Við erum búin að segja upp starfsfólki og Hannesarholti verður lokað 20. júní. Við erum búin að heyra í stjórnvöldum en ekki búin að fá niðurstöðu, en erum bjartsýn þótt við höfum ekkert í hendi.“

Ragnheiður vonar að málið verði leyst og rekstur menningarsetursins geti haldið áfram í haust.

„Ég vona að það verði bara lokað í sumar og opnað aftur í haust en það veltur allt á stjórnvöldum.“

Hannesarholt á sér langa og merka sögu. Það er byggt af fyrrverandi ráðherra og þjóðskáldi, Hannesi Hafstein, eins og nafnið gefur

...