Elís Gunnar Kristjánsson fæddist 8. maí 1926 á Arnarnúpi í Dýrafirði. Hann lést á Vífilsstöðum 25. maí 2021.

Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristjana Guðjónsdóttir, f. 20.8. 1897, d. 31.12. 1989 og Kristján Guðmundsson, f. 27.12. 1889, d. 20.12. 1973. Systkini Elísar voru: Guðmundur Jón, f. 1921, d. 1988, tvíburabróðir Guðmundar Jóns, drengur, f. 1921, sem lést í fæðingu, Guðmunda, f. 1921, d. 1959, Guðjón Örn, f. 1922, d. 2021, Sigríður Guðný, f. 1925, d. 2016, Bjarni Sverrir, f. 1928, Ingvar Stefán, f. 1931, d. 1979 og Þorgeir Björgvin, f. 1937. Uppeldisbróðir Elísar var Markús Stefánsson, f. 1928, d. 2010, en þeir voru systkinasynir.

Elís kvæntist 8. nóvember 1952 Önnu Jóhönnu Óskarsdóttur, f. 20.12. 1929, d. 3.1. 2003, frá Svefneyjum á Breiðafirði.

Börn Elísar og Önnu eru:

1) Ólafur endurskoðandi, f. 1953, kvæntur Stellu Skaptadóttur, f. 1953. Börn þeirra: a) Sjöfn, f. 1976,...