Ragnheiður Jónsdóttir fæddist í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfirði 21. desember 1928. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 11. desember 2020.

Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hannesson oddviti og bóndi í Deildartungu, f. 15.12. 1885, d. 12.7. 1953, og Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 18.11. 1886, d. 12.1. 1984.

Systkini hennar voru Hannes, f. 5.1. 1914, d. 15.9. 2005, Björn, f. 28.7. 1915, d. 13.3. 1978, Vigdís, f. 6.3. 1917, d. 11.6. 2008, Andrés, f. 11.5. 1919, d. 24.1. 2008, Sveinn Magnús, f. 11.8. 1922, d. 1.10. 1939, Soffía Guðbjörg, f. 22.6. 1924, d. 31.1. 1925, Soffía Guðbjörg, f. 24.12. 1925, d. 14.6. 1998, og Guðrún, f. 1.3. 1931, d. 13.4. 2020.

Ragnheiður giftist hinn 13.4. 1968 Birni Fr. Björnssyni, sýslumanni Rangárvallasýslu og alþingismanni, f. 18.9. 1909. Hann lést 21.12. 2000.

Sonur þeirra er Björn Friðgeir, f. 2.4. 1969.

...