Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Í einhverjum mæli er aftur farið að líta á selinn sem auðlind. Eftir að sett var selveiðibann árið 2019, er í flestum tilvikum liðin tíð að bændur veiði sel, verki og selji skinnin, þótt enn sé hægt að sækja um undanþágu til að stunda hefðbundnar veiðar. Hins vegar hafa ferðabændur getað haft nokkrar tekjur af selaskoðun á síðustu árum og verið er að byggja upp selaskoðun á allmörgum stöðum, að sögn Söndru M. Granquist, deildarstjóra selarannsóknardeildar Selaseturs Íslands og selasérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun.

Selurinn er þannig orðinn segull fyrir ferðamenn, en vísindamenn hafa fylgst með breytingum á hegðun dýranna í og við selalátur samfara auknum mannaferðum. Ljóst þykir að selaskoðun getur haft truflun í för með sér fyrir dýrin ef ekki er farið rétt að.

Húnaþing vestra hefur verið markaðssett sem selaskoðunarstaður frá 2005 þegar...