Sviðsljós

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á geðheilbrigði þjóða um allan heim og hefur geðrænn heilsuvandi aukist verulega, sérstaklega meðal ungs fólks, atvinnulausra og þeirra sem búa við fjárhagslega erfiðleika.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um stöðu geðheilbrigðismála og geðheilbrigðisþjónustu í aðildarlöndum OECD.

Mjög brýnt er að þjóðir grípi til frekari aðgerða, auki framlög og veiti þeim sem glíma við andlega erfiðleika meiri stuðning og auki gæði umönnunar og þjónustu m.a. til að draga úr þeim samfélagslega og efnahagslega kostnaði sem hlýst af versnandi geðheilsu fólks að því er fram kemur í skýrslunni.

Áður en faraldurinn skall á er talið að um helmingur íbúa aðildarþjóðanna hafi upplifað andlega erfiðleika og vanlíðan einhvern tíma á...