Jóhanna Hólmfríður Óskarsdóttir fæddist 19. desember 1947 á Hvammstanga. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 29. maí 2021.

Jóhanna var dóttir hjónanna Óskars Snorrasonar sjómanns, f. 10. mars 1909, d. 13. janúar 1980, og Önnu Margrétar Jóhannesdóttur saumakonu, f. 22. júlí 1910, d. 27. september 1987.

Systkini: Matthildur, f. 24. sept. 1943, d. 4. apríl 2021, Snorri Hörgdal, f. 7. apríl 1946, d. 20. mars 1974, Björk Lind, f. 26. ágúst 1949, d. 18. sept. 2016. Sammæðra: Jóhannes, f. 31. ágúst 1935, d. 11. feb. 1999. Samfeðra: Alda Berg, f. 23. nóv. 1931, Jón Guðni Hafdal, f. 8. maí 1935, d. 23. maí 2000.

Jóhanna Hólmfríður gekk í hjónaband 15. maí 1971 með Kára Böðvarssyni sjómanni, f. 14. maí 1947. Kári er uppeldissonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur húsfrúar og Böðvars Tómassonar útgerðarmanns frá Stokkseyri.

Jóhanna og Kári hófu búskap í Reykjavík 1971 og fluttu...