Karlotta Birgitta Aðalsteinsdóttir fæddist 11. ágúst 1949. Hún lést 1. júní 2021.

Útför Karlottu fór fram 10. júní 2021.

Í dag kveð ég yndislega móðursystur mína sem sofnað hefur svefninum langa eftir að hafa glímt við veikindi í langan tíma. Þótt veikindi hafi hrjáð hana í mörg ár var andlátið skyndilegt og höggið mikið. Hún var yngsta systir mömmu minnar en þegar þær systur komu saman var mikið hlegið og rifjaðar upp skemmtilegar sögur. Ég er viss um að mamma hefur tekið vel á móti Karlottu núna og passar vel upp á hana og vona ég heitt og innilega að þær eigi eftir að taka nokkur hlátursköst saman þar sem þær eru núna.

Karlotta var alltaf vel til fara og man ég hvað mér þótti mikið til hennar koma þegar ég var yngri því hún átti svo mikið af fínum fötum. Þegar við fórum suður vildi Karlotta alltaf fara með mig í bíltúr að kvöldi til að skoða ljósin í borginni og fara...