Ágúst Ásgeirsson

agas@mbl.is

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði á það áherslu í viðræðum sínum við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gær að láta deilur við Evrópusambandið (ESB) um stöðu Norður-Írlands gagnvart Brexit-samningnum ekki bitna á friðarferlinu þar í landi. Johnson sagði eftir fundinn að Bretar, ESB og Bandaríkjamenn væru sammála um að varðveita friðarferlið á sama tíma og spenna kraumar undir í kjölfar Brexit.

Biden hóf sína fyrstu utanför eftir kosningar á því að vara Rússa við því að þeir kalli yfir sig „kraftmiklar og merkingarfullar“ afleiðingar leggi þeir fyrir sig „skaðlegar aðgerðir“.

Biden og Johnson funduðu í baðstrandarbænum Carbis Bay á Cornwall-skaga en þar funda einnig leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims í dag og á morgun. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir koma saman eftir að kórónuveiran tók flugið fyrir hálfu öðru ári. Lagði Biden þunga...