Eftir Benjamín Kára Daníelsson: „Aðgát skal höfð með tilliti til þessarar ásökunar. Hún er öflug – en sérstaklega voldug þegar hún er misnotuð.“
Benjamín Kári Daníelsson
Benjamín Kári Daníelsson

Fyrir nokkrum árum, á meðan ég var í leiklistarnámi í Bretlandi, heyrði ég merkilegt orðtak nefnt sem kallast á ensku „tourist offensism“. Hugtakið mætti mögulega þýða á íslensku sem „móðgunarferðamennska“. Í því felst hugsunarháttur þar sem aðili ákveður að móðgast af ákveðnu fyrirbæri fyrir hönd einhvers annars, sem er í flestum tilfellum alveg sama um það og hefði örugglega aldrei móðgast yfir því til að byrja með. Ég hef varla séð jafn skýrt dæmi um slíka „móðgunarferðamennsku“ og í grein sem birtist nýlega eftir blaðamanninn Stefán Einar Stefánsson um gyðingahatur. Greinin ber vitni um mjög illa dulið skilningsleysi hans á flestöllu sem tengist gyðingahatri.

Fjölskyldan mín í föðurætt er gyðingar og ég hef upplifað gyðingaandúð á Íslandi og í öðrum ríkjum sem ég hef heimsótt. Gyðingahatur er alvarlegt vandamál í heiminum í dag og er það áhyggjuefni hvað það fer stigvaxandi víðsvegar í heiminum. Hjálmtýr Heiðdal og Einar Steinn...