Marías Hafsteinn Guðmundsson fæddist 7.8. 1958. Hann lést 31.5. 2021.

Útför Maríasar fór fram 10. júní 2021.

Kær nágranni og vinur er fallinn frá fyrr en nokkurn grunaði. Marías og fjölskylda hafa lengi verið mikilvægur hlekkur í mannlífi á Grenimel. Ef eitthvað stóð til var oft leitað ráða hjá Maríasi enda var hann mikill verkmaður, hjálpsamur og ráðagóður með eindæmum. Vinnusemin gerði það og að verkum að hann var oft að stússa utandyra snemma morguns eða seint á kvöldin. Mörg okkar hafa vanist því að vakna við að Marías mokaði tröppur og innkeyrslu og þannig áttuðum við okkur á því að kominn væri snjór. Stundum var ekki látið þar við sitja heldur gangstéttin mokuð líka. Húsi og garði var sinnt með sömu eljusemi og natni og við þessar athafnir var oft tækifæri til að spjalla við nágranna. Marías dró oft björg í bú með veiðiskap og hafði einnig einstakt lag á að vinna úr aflanum....