Sigrún Lovísa Grímsdóttir fæddist 18. febr. 1927 í Vík á Flateyjardal, S-Þing. og flutti þaðan ársgömul á Jökulsá á Flateyjardal þar sem hún ólst upp. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. júní 2021.

Faðir: Grímur Sveinbjörn Sigurðsson, bóndi á Jökulsá á Flateyjardal, S-Þing., síðar smiður og verslunarmaður á Akureyri, f. 26.6. 1896 í Krosshúsum í Flatey, S-Þing., d. 7.10. 1981. Föðurfor.: Sigurður Hrólfsson, skipstjóri og bóndi á Jökulsá, f. 28.6. 1866, d. 14.11. 1951, og k.h. Kristín Lovísa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24.5. 1861, d. 16.11. 1929.

Móðir: Hulda Tryggvadóttir, bóndakona á Jökulsá og síðar húsfreyja á Akureyri, f. 7.4. 1900 á Brettingsstöðum á Flateyjardal, d. 5.5. 1984. Móðurfor.: Helgi Tryggvi Jónsson, bóndi og smiður á Brettingsstöðum á Flateyjardal, f. 9.10. 1863, d. 2.10. 1938, og k.h. Friðbjörg Elísa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2.9. 1859, d. 9.2. 1939.

Systkini...