Þorsteinn Svanur Jónsson fæddist 8. september 1935. Hann lést 29. maí 2021.

Útför Þorsteins Svans fór fram 9. júní 2021.

Afi Svanur er nú farinn frá okkur og munum við aldrei sjá slíkan mann aftur. Hann hafði áhrif á alla þá sem hann snerti, oft til bóta en þó líka oft til ama. Afi Svanur var einstaklega skýr persónuleiki, það fór aldrei á milli mála hver og hvað hann var. Á sama tíma var hann umlukinn ákveðinni dulúð, leyndri sögu og leyndum hliðum. Afa voru fengin erfið verkefni í hendurnar á sínum yngri árum. Hann var, eins og margir karlmenn af hans kynslóð, illa undirbúinn og óvopnfær til að takast á við þau verkefni. Afi minn varði síðari hluta lífsins í að endurreisa sögu sína og kveður þennan heim elskaður af fólkinu sínu. Ég fékk sjálfur að njóta nærveru hans og umhyggju á því skeiði lífs hans sem var hvað gæfulegast. Það sem ég vil gera hér er að minnast afa míns á minn...