Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

„Ég ákvað að það væri sniðugt að prófa að skrifa sem karlmaður, upprunalega átti ein aðalsöguhetjan að vera karlkyns. Ég þótti þó ekki sannfærandi karlmaður þannig að ég ákvað að snúa henni aftur. Þá náttúrulega breyttist heilmikið,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir skáldsagnahöfundur um bókina sína Slétt og brugðið sem kom út í sumar.

Líkt og tvær fyrri skáldsögur Árelíu fjallar nýja verkið um líf kvenna en Slétt og brugðið segir frá sex vinkonum í saumaklúbbi sem ákveða einn daginn af kynna sér gyðjur. Í kjölfarið fer af stað óvænt atburðarás.

Árelía lýsir bókarskrifunum sem krefjandi en jafnframt skemmtilegu verkefni. Upprunalega handrit bókarinnar hafði verið skrifað út frá sjónarhorni karlmanns. Sú útfærsla reyndist þó ekki sannfærandi og var hún beðin um að endurskrifa...