Eftir Óla Björn Kárason: „Fyrir fólk sem býr við ógnarstjórn sósíalista hafa skop og háð myndað farveg til að tjá gremju, reiði og fyrirlitningu á stjórnarfarinu.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Háðsádeilur, skopsögur, brandarar eða satírur, voru hluti af daglegu lífi almennings í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra, undir ógnarstjórn kommúnista. Hið sama á við um kúgunarstjórnir víða um heim hvort sem þær kenna sig við kommúnisma eða sósíalisma. Sögurnar voru og eru leið almennings til að komast stutta stund undan oki ófrelsis, skorts, stöðugs ótta og napurleika hversdagsins. Með þeim á fólk örlítið stefnumót við frelsi í þjóðfélögum þar sem málfrelsi er fótum troðið og Gúlag bíður þeirra sem berjast gegn valdhöfunum.

Sögurnar eru ádeila á ríkjandi stjórnarfar og veita innsýn og oft betri skilning á samfélög kúgunar, en langar fréttaskýringar eða fræðigreinar. Á tímum Ráðstjórnarríkjanna mynduðu þær mótvægi við barnaskap margra vestrænna menntamanna sem neituðu að horfast í augu við grimmdarverk kommúnista í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Jafnvel enn í dag njóta lönd þar sem sósíalistar hafa komist til valda og rústað...