Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Ekki er gert ráð fyrir skjólbelti meðfram breikkuðum Vesturlandsvegi um Kjalarnes ofan við Kollafjörð. Þar var trjábelti sem var fjarlægt því það stóð í vegstæðinu. Vegagerðin hyggst ekki planta nýju skjólbelti en ætlar að reisa hljóðmön við Grundarhverfi.

„Við reyndum að bjarga skjólbeltinu á tímabili í haust þegar framkvæmdir voru að byrja en það var ekki hægt. Það gleymdist að gera ráð fyrir skjólbelti í veghelgunarsvæðinu,“ segir Guðni Indriðason, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Hann segir að fulltrúar íbúasamtakanna hafi rætt við Vegagerðina um að viðhalda skjólbeltinu, enda hafi það gert sitt gagn.

„Þetta skjólbelti hefur komið í veg fyrir að bílar hafi fokið þarna út af undanfarin ár. Áður gerðist það gjarnan nokkrum sinnum á ári. Nú er skjólbeltið farið og það er ekki langt síðan þarna fauk hjólhýsi.“

Anna Elín...