Eftir Pétur Guðgeirsson: „Við blasir að formlegri málstefnu útvarpsins hefur verið breytt að undirlagi hugsjónahreyfingar.“
Pétur Guðgeirsson
Pétur Guðgeirsson

Við blasir að formlegri málstefnu útvarpsins hefur verið breytt að undirlagi hugsjónahreyfingar. Horfið hefur verið frá varðveislu- og málverndarstefnunni frá 1985 en í hennar stað tekin upp málbreytingarstefna eins og reyndar segir berum orðum í hinni nýju málstefnu. Ekki verður séð að sú stefna samrýmist lögunum um Ríkisútvarpið heldur virðist hún beinlínis fara gegn því ákvæði 1. gr. þeirra „að leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð“.

Samkvæmt 1. gr. núgildandi laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal stofnunin m.a. leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Í mínum huga og líklega í huga margra annarra er engin regla útvarpslaganna mikilvægari en þessi og hana má rekja efnislega óbreytta, a.m.k. aftur til 3. gr. útvarpslaganna frá 1971. Er ekki að efa að þetta sjónarmið var einnig ofarlega í huga þeirra sem beittu sér...