Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

„Ef þú skilur ofbeldi þá skilur þú víkingana og þetta brenglaða samfélag. Það eru áflog í öllum heimildum. Hvort sem það er goðafræðin eða aðrar skriflegar heimildir svo sem Íslendingasögur, fornaldarsögur, heimildir frá Engilsöxum eða Márunum. Þú sérð aftur og aftur minnst á ofbeldi,“ segir Reynir A. Óskarsson, einn af félögunum í Hurstwic-félaginu í Bandaríkjunum sem staðið hefur fyrir rannsóknum á bardagaaðferðum víkinga.

Á morgun mun Reynir flytja erindi á Þjóðminjasafni Íslands klukkan tvö, ásamt dr. William R. Short. Munu þeir kynna efni sem þeir hafa rannsakað í samanlagt 30 ár, William í 20 og Reynir í 10.

„Í fyrirlestrinum erum við í raun að útskýra þetta ofbeldisfulla samfélag í gegnum þann miðil, sem eru gripirnir á Þjóðminjasafni Íslands.“

Að sögn Reynis var upprunalega markmiðið að rannsaka eingöngu hvernig

...