Eitt helsta kosningamál Pírata er nýtt hagkerfi, svokallað velsældarhagkerfi. Þetta er engin hippahugmynd heldur forskrift frá OECD um ákveðna mælikvarða á heilbrigði samfélagsins. Með mælikvörðunum er hægt að svara spurningum eins og: Hversu auðvelt er að hafa þak yfir höfuðið? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Hefur fólk nægan frítíma eða er það stöðugt í vinnunni til þess að hafa ofan í sig og á? Þetta eru allt spurningar sem stjórnvöld eiga að svara, allan ársins hring.

Núverandi efnahagskerfi virkar ekki svona. Núverandi hagstjórn snýst um að það sé hagvöxtur og ekkert nema hagvöxtur. Að kakan svokallaða stækki bara og stækki. Vandinn er hins vegar að fæstir fá að njóta kökunnar. Fólkið sem stendur í bakstrinum heldur kökunni út af fyrir sig.

Saman höfum við ákveðið að hið opinbera gegni ákveðnum skyldum. Haldi uppi réttarkerfi, passi upp á mannréttindi og að allir hafi aðgang

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson