Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Það sem ég kanna í þessari bók er vald ritdómarans, togstreitan í kringum það og hversu viðkvæmt þetta vald er. Það er alltaf verið að takast á um það, það er alltaf verið að grafa undan því og draga það í efa en það getur líka þótt mjög ógnvekjandi,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur um nýja bók sína Þvílíkar ófreskjur: Vald og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði. Verkið byggir á doktorsritgerð Auðar í bókmenntafræði sem hún varði árið 2016. Ekki hefur áður verið gerð svona umfangsmikil rannsókn á ritdómum á Íslandi.

Auður segir að efnisvalið megi rekja til meistararitgerðar hennar um Ólöfu frá Hlöðum þar sem hún kannaði móttökurnar sem hún fékk á sínum tíma. „Þá bar ég saman ritdóma sem voru skrifaðir um Ólöfu frá Hlöðum og um karlrithöfunda frá sama tíma til þess að sjá hvort það væri einhver munur. Mér fannst þetta svo áhugaverð...