Ásmundur Jakobsson fæddist 5. júlí 1946. Hann lést 17. ágúst 2021.

Útför Ásmundar fór fram 27. ágúst 2021.

Ásmundur Jakobsson var óumdeildur afburðamaður en hann var líka hógværastur og lítillátastur allra. Bekkurinn okkar í Menntaskólanum í Reykjavík varð til sem 4. bekkur Z haustið 1963. Margir þekktust frá blautu barnsbeini. Á aftasta bekk sátu Ásmundur, Sveinn Aðalsteinsson og Ármann Sveinsson, sem höfðu arkað saman menntaveginn frá því í barnaskóla. Þeir eru nú allir fallnir frá. Sumir þekktust lítt eða ekkert, en vissu e.t.v. hver af öðrum frá árinu áður í 3. bekk. Þessi hópur hristist fljótt saman í náinn vina- og bekkjarbræðrahóp sem uppfyllti þau skilyrði sem stundum er sagt að einkenni bekkjarsystkini úr menntaskóla. Menn kynntust svo náið og þekktust svo vel að síðan hefur nánast enginn komið hinum úr bekknum nokkru sinni á óvart. Þetta gilti sannarlega um Ásmund. Það kom engum á óvart...