Ísleifur Þorbjörnsson fæddist 9. september 1951. Hann lést 28. ágúst 2021.

Ísleifur var jarðsunginn 9. september 2021.

Ástkær tengdafaðir minn Ísleifur Þorbjörnsson var tekinn frá okkur allt of snemma. Mann setur hljóðan og skilur ekki hvað gerðist, af hverju og hví svona snögglega. Það sem gerir fráfall þitt erfitt, elsku Ísleifur, eru allar góðu stundirnar sem fjölskyldan átti saman í óteljandi bústaðaferðum, nokkrum utanlandsferðum, sumarfríum í fellihýsinu og svo verunni í Akurgerði, sumarbústað fjölskyldunnar síðustu árin.

Tónlistin finnst mér standa upp úr þegar ég hugsa til þín, alltaf var stutt í gítarinn og með hann í fanginu ljómaðirðu og naust þín í botn. Yfirleitt voru sömu lögin tekin í fyrstu, s.s. Teach your children, Bring it on home to me o.fl., o.fl. Elsku tengdapabbi, þú nýtur eflaust sameiningarinnar við Hjalta Þór og það veitir okkur fjölskyldunni...