Margrét Eiríksdóttir fæddist í Steinsholti í Gnúpverjahreppi 12. desember 1925. Hún lést á Fossheimum 29. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Eiríkur Loftsson bóndi í Steinsholti, f. 1. maí 1884, og Sigþrúður Sveinsdóttir húsfreyja í Steinsholti, f. 10. maí 1885.

Systkini Margrétar voru Jón, f. 1913, Sveinn, f. 1914, Sigríður, f. 1917, Loftur, f. 1921, þau eru öll látin en eftirlifandi systir er Guðbjörg, f. 1919.

Hinn 24. júní 1950 giftist Margrét Jóni Ólafssyni, f. 15. október 1920, d. 8. mars 2001, og hófu þau þá búskap á föðurarfleifð Jóns í Eystra-Geldingaholti þar sem þau ráku myndarbú. Foreldrar Jóns voru Pálína Guðmundsdóttir, f. 1891, og Ólafur Jónsson, f. 1888, búendur í Eystra-Geldingaholti.

Börn Margrétar og Jóns eru: 1) Eiríkur, f. 25. mars 1951. 2) Ólafur, f. 30. apríl 1953. 3) Árdís, f. 27. október 1955. 4) Sigrún, f. 21. nóvember 1958, gift Þorsteini Guðmundssyni, f. 27. nóvember 1952,...