Við Leifsstöð Komur til Íslands voru 61,8% af því sem var sumarið 2019.
Við Leifsstöð Komur til Íslands voru 61,8% af því sem var sumarið 2019. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Alþjóðaflug til áfangastaða í Evrópu í júlí og ágústmánuði sl. var aðeins 39,9% af fjölda flugferða til Evrópulanda í farþegaflugi fyrir heimsfaraldurinn á árinu 2019, samkvæmt rannsókn ForwardKeys-fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í greiningu og upplýsingaöflun í ferðaþjónustu.

Ísland er í hópi þeirra Evrópulanda sem hefur gengið nokkuð betur en öðrum löndum að ná sér á strik í millilandaflugi í sumar. Staðfestar bókanir í alþjóðaflugi til Íslands í júlí og ágúst voru 61,8% af farþegaflugi til landsins í sömu mánuðum fyrir tveimur árum og er Ísland í 4. sæti á lista 20 Evrópulanda í samanburði ForwardKeys.

Grikkland er efst á listanum þar sem komufjöldi í alþjóðaflugi til landsins var 85,7% í júlí og ágúst samanborið við sömu mánuði 2019. Kýpur og Tyrkland koma svo í 2. og 3. sæti. Önnur norræn ríki hafa síður náð að rétta úr kútnum og komast á sama stig og árið 2019 skv. þessum samanburði og voru t.a.m. flugferðir...