„Heilbrigðismálin og samgöngur eru stóru málin hér,“ segir Geir Jón Þórisson í Vestmannaeyjum. „Sjúkrahúsið þarf að efla, í dag er þetta lítið meira en heilsugæslustöð. Margvíslega þjónustu þarf jafnan að sækja suður og þá er slæmt að ætlunarflug hingað hafi verið lagt af. Siglingar með Herjólfi í Landeyjahöfn ganga vel. Við þurfum þó líka flug og þar þarf ríkið að koma inn með einhvern stuðning.“