— AFP

Þessi órangútan virtist heldur ósáttur við læknisskoðunina sem hann fékk á dögunum, en hann er einn margra apa sem þurftu að þola sýnatöku við Covid-19 í Malasíu. Voru aparnir sendir í próf eftir að starfsmaður dýragarðs greindist jákvæður fyrir veirunni. Að sögn fréttamiðla í Malasíu greindust órangútanaparnir þó neikvæðir.

„Að skima fyrir Covid-19 hefur reynst mikilvægt verkfæri í baráttunni við faraldurinn og er það einnig mikilvægt fyrir samfélag órangútana,“ sagði dýragarðsmaður.