Kosningar Landskjörstjórn gekk frá framboðslistum á fundi sínum í gær.
Kosningar Landskjörstjórn gekk frá framboðslistum á fundi sínum í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Landskjörstjórn staðfesti á fundi sínum í hádeginu í gær ákvörðun yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um að hafna framboði Ábyrgrar framtíðar til alþingiskosninga í kjördæminu. Þetta staðfesti Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við mbl.is í gær.

Á fundi sínum gekk landskjörstjórn frá auglýsingu framboðslista til birtingar í öllum kjördæmum, nema hvað Y-listi Ábyrgrar framtíðar verður eingöngu í framboði í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði að undirskriftir 31 meðmælanda hefði vantað upp á að skilyrði um fjölda meðmælenda yrði uppfyllt, og veitti framboðinu þriggja og hálfrar klukkustundar frest til að bæta úr. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, kærði ákvörðunina til landskjörstjórnar. Sagði hann ástæðu kærunnar þá að ómögulegt hefði verið að ná inn tilskildum fjölda á þeim tíma sem uppgefinn var, þar sem fólk sem ekki er með rafræn skilríki gat ekki skilað inn...