Eftir Óla Björn Kárason: „Við trúum á ykkur, hvert og eitt ykkar. Við viljum tryggja að þið getið notið hæfileika ykkar og dugnaðar. Skylda okkar er að ryðja hindrunum úr vegi.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Auðvitað er ekkert óeðlilegt að hagsmunasamtök, sem berjast fyrir framgangi mála fyrir hönd félagsmanna, nýti tækifærin í aðdraganda kosninga og krefji stjórnmálaflokka og frambjóðendur um afstöðu þeirra. Oft eru málefnin brýn – réttlætismál sem stundum falla í skuggann af öðrum sem litlu skipta en fanga huga fjölmiðla og stjórnmálamanna í daglegu þrasi þar sem aukaatriði leika aðalhlutverkið.

Skömmu fyrir kosningarnar 2016 hélt ég því fram, hér á þessum stað, að yfirskrift margra funda sem hagsmunasamtök af ýmsu tagi boða til með frambjóðendum gæti verið: „Hvaða ætlar þú að gera fyrir mig – fyrir okkur?“ Fundirnir hefðu margir fremur yfirbragð uppboðsmarkaðar kosningaloforða en funda um stefnumál flokkanna. Frambjóðendum er stillt upp við vegg. Lófaklapp og hvatningu fá aðeins þeir sem mestu lofa. Frambjóðandi sem sparar loforðin og á engar kanínur í hatti sínum, fær kuldalegar móttökur, jafnvel fjandsamlegar. Er nema furða að...