— Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson

Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar felldu í gærkvöldi alls níu aspir á eyjum við Austurveg á Selfossi, aðalgötu bæjarins. Trén þóttu skyggja á og jafnvel skapa hættu við gangbrautirnar yfir götuna. Því var brugðist við, en óskir um úrbætur bárust bæði frá Vegagerð og lögreglu. Verkið var þó umdeilt og í kveðjuskyni faðmaði Ragnhildur Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og íbúi á Selfossi, eina öspina áður en látið var til skarar skríða með verkfæri. Í gærkvöldi og fram á nóttina var lokað fyrir umferð um Austurveg, þar sem færri tré skyggja nú á. sbs@mbl.is