Eyþór L. Arnalds
Eyþór L. Arnalds

Kjósendum á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hefur fækkað um alls 690 frá alþingiskosningunum 2017, samkvæmt nýjum tölum frá skrifstofu borgarstjórnar.

„Það er gjarnan talað um mikið uppbyggingarskeið í Reykjavík, en það segir ákveðna sögu þegar kjörskráin minnkar á fjórum árum. Einmitt á tímabili þegar var mikill hagvöxtur í landinu,“ sagði Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

„Það er alveg ljóst að margir hafa flutt úr borginni miðað við þessar tölur. Það er þvert á það sem borgarstjóri hefur sagt um þetta mikla uppbyggingarskeið. Þetta er hluti af þeim tölum sem sýna að straumurinn liggur ekki bara í Mosfellsbæ og Garðabæ heldur einnig í Reykjanesbæ og Árborg. Væri allt eðlilegt hefði átt að fjölga talsvert á kjörskránni í Reykjavík. Þetta er enn ein sönnun þess að fólkið er að fara annað en til Reykjavíkur.“ Kjörskrá var samþykkt á fundi borgarráðs 9....